miðvikudagur, mars 14, 2007

Fyrsta æfing eftir ASCA

Sæl öll

Ég hef verið að reyna að finna úrslitin frá ASCA en ekki getað (hef nú kannski ekki leitað rosalega vel). Núna förum við að taka aðeins lengri æfingar (svona næsta mánuðinn) áður en við styttum þær aftur fyrir maíhlaupin.

Fyrsta æfing eftir ASCA

Byrjum á fartleik sem þið getið tekið hvar sem er eftir aðstæðum, t.d. í Skerjafirðinum eða Öskjuhlíðinni.

10 mín skokk
6 mín hratt
3 mín skokk
5 mín hratt
2,5 mín skokk
3 mín hratt
1,5 mín skokk
2 mín hratt
1 mín skokk
1 mín hratt
10 mín skokk

Samtals 45 mínútur og ég sleppti ekki 4 mínútna sprettinum óvart. Honum er sleppt viljandi. Sem sé 6-5-3-2-1 mín "sprettir" með 3-2,5-1,5-1 mín skokki á milli.

Gangi ykkur vel

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Bjössi!
Þú getur fundið úrslit ASCA á þessari síðu:
http://www.asca.cc/events/main/calendar_of_asca_events4.asp?Action=list
Við áttum skemmtilegan dag. Keppnin gekk vel sem og önnur dagskrá.
Bkv. Anna Dís

Nafnlaus sagði...

Tókum þessa æfingu í hádeginu í dag (Dagur, Sveinbjörn, Sigrún). Vegalengdin smellpassaði við Hofsvallagötuhringinn. Flott æfing.

Skv. planinu hans Guðna er síðan 9x800m (Yasso800) á fimmtudaginn næst síðasta Yasso æfingin fyrir Boston.

Kveðja,
Dagur