Ágætis mæting í dag, miðvikudaginn 4. janúar. Veður gott, færi frekar vont. Þessi mættu: Gunnur og Hekla (þær sögur ganga að þær hyggist segja skilið við Frjálsa á allra næstu dögum), Katrín úr Spa-inu, Guten Tag, Blondie 1 og 2, Örninn, hálfur Cargo Kings og O-maður.
Hefðbundinn hringur (rangsælis) um flugvöllinn með val um EXIT via Suðurgötu, Hofsvallagötu eða Kaplaskjól. Fólk skilaði sér mis markvisst í mark og kvarta margir undan eftirköstum reyk- og saltpæklunar jólahátíðarinnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli