miðvikudagur, janúar 25, 2012

Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín.

Fjölmargir létu glepjast og töldu sig vera að mæta á létta æfingu skv. Edinborgarprógrammi. Mættir voru Dagur, Guðni, Sigurgeir, Fjölnir, Oddgeir, Sveinbjörn, Þórdís, Gunnur, Sigrún og Huld. Vegna þess hve lítill snjór var í skógi sbr. alþekkt eðlisfræðilögmál var lýðnum beint þangað við lítinn fögnuð viðstaddra. Töluverðrar upplausnar gætti í hópnum og sumir létu eðlisfræðilögmálin sem vind um eyru þjóta og héldu á önnur mið. Aðrir "hlupu" tvær kirkugarðsbrekkur með bros á vör.
Eftir því sem best er vitað komust allir til byggða á ný.
Kveðja góð, Huld


Engin ummæli: