Fyrir þá sem undirbúa sig fyrir Edinborgar maraþon og aðrar sem áhuga hafa á að fylgjast með:
Ég legg til að fylgt verði "The Path to Marathon Success" by Benji Durden. Það sem mér hugnast best í þessu er hvernig reynt er hámarka árangur hvers og eins með útreikningum á 'workout pace' fyrir hverja tegund æfingar. Þess má einnig geta að reikniverkið sem er notað er þróað af Jack Daniels, en Kári Steinn undirbjó sig fyrir Berlín einmitt eftir hans forskrift.
Prógrammið (15 vikur) myndi byrja mánudaginn 13.febrúar og enda hlaupadaginn 27.maí.
Fram að því væri undirbúningur fyrir undirbúningstímabilið (9.janúar-12.febrúar) sem miðaði að því að ná góðum mælingum inní prógrammið (skýrist í prógramminu) og einnig að koma okkur uppí það að geta hlaupið langt hlaup (2 klst) tiltölulega áreynslulítið á eigin tempói.
Fyrsta vikan 9.-15. janúar
Mánudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Þriðjudagur - Orkujóga í Spa kl. 12 mæta tímanlega
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Fimmtudagur - Brekkusprettir í kirkjugarði, 15 wup+wdn, 5 brettur í beit og/eða Powerade Vetrarhlaupið um kvöldið
Föstudagur - Hatha jóga í Spa kl. 12:05 mæta tímanlega
Laugardagur - Langt 12 km, staðsetnig ólós
Allar æfingar eru frá Sóley Natura Spa nema annað sé tekið fram.
Kveðja,
Dagur
"Life is a marathon and you cannot win a marathon without putting on a few band-aids on your nipple. Right?" - Dave Harken, Horrible Bosses
Engin ummæli:
Skrifa ummæli