mánudagur, janúar 30, 2012

Hádegisæfing 30. jan.


Mættir: Jón Örn, Sveinbjörn (sér), Dagur, Guðni, Katrín (Öskubuska), Cargos, Huld og Sigrún. Farinn var rólegur Framnesvegur í boði Edinborgarfara en misjafnt var hvort menn upplifðu ferðina sem rólega eða ekki. Frábært veður var og góð skemmtun þangað til annar af Cargosniglunum (Les escargots) sá ástæðu til að endurskíra S1 og 2, eða síamstvíburana, "Vondu stjúpurnar", við lítinn fögnuð viðkomandi. Ljóst er því að áður aflýstu stríði milli síams og cargo er hérmeð framhaldið og engin leið að sjá fyrir hvernig það endar.

Það sem fyrst kom upp í huga hinna meintu vondu stjúpna var:"Et tu, Brute"?

Alls 10k

SBN f.h. aðalritara

Engin ummæli: