Kl. 12:11 lögðu 5 félagar (Formaðurinn, Ex, Brím,
Vinningssneið og Innri) í hlaupaklúbbnum
af stað í jarðarför. Fyrst var tekin
blaut upphitun niður á kirkjugarðsbotn.
Þaðan voru síðan þreyttir 4 sprettir um 90 sekúndur hver upp á grafarbakka. Að þessu loknu var blautað heim aftur í mislyndu
veðri. Blóm og kransar eru vinsamlega
afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast okkar er bent á að minningarhlaup eru
haldin í hverju hádegi á svipuðum tíma.
Þá sáust bæði Ofurdís og Snemmglaður vera að liðka skanka
sína, en þau fóru víst hefðbundnari leiðir um vesturbæ Reykjavíkur. Gjaldkerinn hafði greinilega mikið að gera og var mest í
símanum þann tíma sem hann var meðal oss.
Hann leit nú samt út fyirr að hafa komist í sturtu og því að minnsta
kosti nýþveginn.
Formaðurinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli