þriðjudagur, janúar 03, 2012

Önnur hádegisæfing ársins

Eftirfarandi aðilar mættu á aðra hádegisæfingu ársins: Tag, Úle, Sæli(r), 3R, Þjórdís og O.  Hlaupinn rangsælis hringur um flugvöllinn með lengingu um Valsheimili.  Sumir beygðu af leið við Suðurgötu en aðrir lengdu í og fóru um Kaplaskjól.  Færi var frekar erfitt fyrri hluta æfingar en skánaði til muna er komið var á göngustígana við Ægissíðu.  Vegalengdir frá ca. 8 km til 9.5 km.

Sannreynt og staðfært af
O

Engin ummæli: