Mættir : Dagur, Sveinbjörn, Laufey, Ágústa og Sigurborg
Laugin lokuð en náðum að ljúga okkur inn fyrir velvilja starfsmanna gestamótttökunnar.
Dagur rauk af stað á tilsettum tíma og kláraði Hofsvallagötu hringinn á 36:30, 8,67@4:14. Sveinbjörn byrjaði með Laufeyju en skildi síðan við og tók nokkra 500m spretti. Laufey hitti síðan Ágústu og Sigurborgu og kláraði með þeim í skóginum. Þar villtust þeir og gagnaðist lítið að standa upp þrátt fyrir að skógurinn væri íslenskur.
Guðni á sjúkralista með innvortis mar á líffærum eftir að hafa gefið sjálfum sér olnbogaspot.
1 ummæli:
Sjálfseyðingarhvötin þekkir engin landamæri! Flottur tími Dagur, vitni? Whitney Houston eða...
Kv. Sigrún (æfir sér:)
Skrifa ummæli