föstudagur, júní 06, 2008

Hádegisæfing 5. júní

Af ótta við að vera "Reported missing" eða jafnvel "Wanted - dead or alive" hélt ég af stað á æfingu og hugðist freista þess að ná Ólympíulágmörkum hópsins og líta augum fáklæddan karlpeninginn. En nei, engin æfing - enginn hópur. Sveinbjörn lét reyndar sjá sig en vildi ekkert hafa saman við mig að sælda og hélt sína leið. Fer nú að efast um að allar þessar stórkostlegu æfingar sem tíundaðar eru hér á síðunni fari fram í raunveruleikanum. Tvíefldist engu að síður við þessa raun og hljóp Snorrabraut-Sæbraut-Laugar-Fossvogsdal, samtals 14km. 
Kveðja,
Huld

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei það er rétt hjá þér. Þessar bloggfærslur eru uppspuni frá rótum. Sigrúnu hefur verið ráðlagt að leita til sálfræðings vegna þessara ofskynjana sem hún telur sig upplifa í hádeginu.

Icelandair Athletics Club sagði...

Já, þú sem skrifar þetta-takk fyrir að benda á hann. Veit að hann hefur reynst þér afar vel í áraraðir!
Kveðja,
Sigrún
P.S. Huld I miss you!