miðvikudagur, júní 04, 2008

Hádegisæfing 4. júní

Héðan í frá æfir skokkhópurinn "fyrir" Ólympíuleikana. Mættir til þess voru Guðni, Dagur, Sigurgeir og Sigrún. Sveinbjörn var á eigin vegum.
Hlupum frá hóteli í hávaðaroki sem leið lá niður á Miklatún og þar tókum við 4 spretti, 2 á ská í gegn og 2 þvert á að Miklubraut með smá hvíld á milli. Fínt að byrja á þessu strax svo maður eigi þetta ekki eftir í restina. Allir náðu Ólympíulágmörkum í þessum sprettum, nema Sigrún en hún hljóp fyrir Hjartavernd. Kemur næst! Héldum síðan áleiðis upp Miklubraut og reyndi ég að skýla mér bakvið drengina, sem veita minna og minna skjól sökum hors. Verðið að snýta ykkur strákar... Yfirnjörður hópsins sagði sögur á leiðinni og kenndi önnur sagan okkur mikilvæga lexíu. Hún er sú að ekki er alltaf heillavænlegt að kaupa ódýrt bensín. Næstódýrasta bensínið er oft miklu dýrara en það dýra, sérstaklega ef ekki er rétt að farið.
Allt tæplega 8K og fínt veður

Ath. Ekkert hefur spurst til Fjölnis eftir ASCA keppnina en okkur til mikillar ánægju stundar hann nú séræfingar af miklum móð og hyggst taka þátt í Kvennahlaupinu um helgina (ætlar 3K)

Góðar stundir,
Sigrún

Engin ummæli: