þriðjudagur, júní 24, 2008

Hádgisæfing 24. júní

Mættir í dag í frábæru veðri: Dagur, Oddgeir, Óli, Guðni (ríkjandi yfirstrumpur), Huld og Sigrún.
Fórum yfir hlaupið í gær og talað var um að "hlaupa á gleðinni", það skilaði bestum árangri. Hefðum geta sagt okkur það sjálf svosem. Oddgeir og Dagur fóru Hofsvallagötuna (þurfa að ráða ráðum sínum) en restin fór Suðurgötuna á þéttu recovery tempói. Ef menn hyggjast bæta sig svona mikið á næstunni er nauðsynlegt að sækja um formlegt leyfi til stjórnar með a.m.k. 3ja daga fyrirvara. Annars telst bætingin ógild eða tvísýn, hið minnsta.
Kveðja,
Sigrún

1 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Jamm það er +72 tíma reglan úr ráðuneytinu.
Formaðurinn