fimmtudagur, júní 26, 2008

Hádgisæfing 26. júní

Ef veðrið hefði verið betra í dag til æfinga hefði verið lokað vegna veðurs. Svo var ekki og því mættu galvösk: Dagur, Óli, Oddgeir, Guðni og Sigrún. Fórum greiðlega frá hóteli og Nauthólsvíkurstíg, upp suðurhlíðar og framhjá Kringlu niður á Sæbraut og þaðan upp Snorrabraut og heim. Eldsneytisverð var rætt og aðgerðir til sparnaðar á því. Sameina í bíla og þessháttar. Hafa fasta punkta og safna í bíla og spara. Sniðugt, en ég skil ekki alveg hvert framlag fyrrv. formanns og fyrrverandi yfirstrumps verður. Hann notar ekki bíl. Ætlar hann að reiða liðið úr Árbæ á hjólinu? Fær hann far hjá ríkjandi yfirstrumpi á mánudögum og reiðir Guðna á þriðjudögum? Er ekki að ná þessu.
Hlaup alls 8,6K á ca.42 mín.

Langar samt að benda áhugasömum á að á morgun verður boðið upp á sjósund á æfingu. Semsé stutt hlaup og sjór. Það ku styrkja ónæmiskerfið og efla heilastarfsemi þ.e.a.s. ef menn fá ekki hjartaáfall við verknaðinn. Þá er það talið frekar óhollt.

Kveðja,
Sigrún

1 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Sjósundið hljómar vel...
Kv. Huld