þriðjudagur, júní 03, 2008

Hádegisæfing 3. júní

Rólegar stelpur, strákarnir fara úr aftur á næstu æfingu!


Það var með kvölum sem ég gekk inn í þennan skokkklúbb og kvalræðið eykst bara eftir því sem dvölin lengist. Mætti samt á æfingu dagsins ásamt: Guðna, Degi, Björgvini, Hössa, Bryndísi og Sveinbirni (sem var sóló). Hlupum gegnum Hlíðar niður að sjó og fórum Sæbraut (ótrúlegt að strákarnir voru akkúrat í strippfíling þá) og héldum gegnum miðbæinn, sem var fullur af letingjum að háma í sig ruslfæði. Dagur gerðist heldur feiminn þá og skellti sér aftur í brjóstahaldarann, enda var margt eldra fólk á hans aldri (stúdentar '74) sem hann vildi ekki bera sig fyrir. Guðni hélt þó sínu striki, enda köttaður í rusl að ofan (allavega að aftan, sá ekki húddið). Höskuldur er nú yfir svona vitleysu hafinn og hann Björgvin minn gerir ekki svona heldur. Þegar við komum framhjá Tjörninni veittist að okkur minniborgari með orðunum:"þið vinnið aldrei Ólympíuleikana". Ótrúlega neikvæður gaur! Sá hann ekki hvað við vorum geðveikt flott? Vó, mar...rólegur á sígarettunni bara.. Stefndum svo á Hljómskálagarðinn til að taka fullan Jónas sem við gerðum (sumir voru aðeins þreyttari en aðrir) og héldum svo heim á hótel í steikjandi hita. Spurning um að skella á allsberu hlaupi fljótlega ef þetta verður svona í sumar.
Mælirinn minn datt út en ég hygg að þetta hafi verið 8,6-7K
Kveðja,
Sigrún


Langar að benda strákunum á þetta



1 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Bærinn var fullur af fólki með sjónauka að fylgjast með ferðum ykkar enda mikið augnakonfekt á ferð.
Aðdáandi