mánudagur, júní 02, 2008

Hádegisæfing 2. júní

Vá hvað tíminn líður hratt... kominn júní og allt. Mættum í dag á mánudagsæfingu: Bjöggi Bjútí, karate Óli, Dagur vonar, Guðni nýklippti, Sigurgeir Axl (sbr. Axl Rose) og Sigrún í síðbuxum. Sveinbjörn og Ingunn voru á eigin vegum (í sitthvoru lagi) í skógi. Hlupum smá upphitun í skóginn og fljótlega vildi Dagur vonar fara á sprett. Sendi okkur ýmist upp bláa stíg eða þvert í gegn í eltingarleik. Munaði minnstu að BB hnyti um stein sem Dagur hafði vonað að mynda fella jötuninn, en allt kom fyrir ekki, hann stökk sem hind yfir hindrunina. Gerðum þetta nokkrum sinnum 4-5 og skokkuðum síðan í ágæta stund eftir það. Fórum síðan á sýningarsvæði við hótelið og tókum Tító æfingar af fagmennsku. Kom þá í ljós að varadekk og hliðarbaggar félagsmanna eru á undanhaldi. About time!
Alls 6K hlaup plús Tító
Góðar stundir,
Sigrún

Engin ummæli: