fimmtudagur, mars 30, 2006

Fimmtudagsæfing 30. mars

Sæl, þar sem ég er enn fyrir austan fer æfing dagsins beint á síðuna.
Tökum tempóhlaup í dag sem samanstendur af 3x(1000 m hlaup, 500m skokk og 500m sprettur) 2mín í hvíld áður en farið er í næsta 1000. Best væri að nota km merkingarnar á göngustígnum meðfram sjónum.
Reynið eftir fremsta megni að hafa 500m sprettina aðeins hraðari en tempóið í 1000 metrunum. Ef það þýðir of mikla þreytu eftir 500 metrana, takiði frekar lengri hvíld (en 2 mín) en þó aldrei meira en 3 mín.
Gangi ykkur vel,

kv.
Stefán Már

Engin ummæli: