Upphitun fyrir alla er að skokka niður að Ráðhúsinu við Reykjavíkurtjörn. Þeir sem eru byrjendur geta skokkað og gengið til skiptis.
Æfing lengra komnir
3-5 hringir í kringum Reykjavíkurtjörn (farið stysta mögulega hring, er um 1089 m) eftir aldri og fyrir þjálfun með 2 mín hvíld á milli.
Æfing byrjendur
2-3 hringir í kringum Reykjavíkurtjörn. Hlaupið um hálfan hring og skokkið svo afganginn. 2-3 mín hvíld á milli hringja.
Skokka aftur upp á Hótel Loftleiðir (Byrjendur geta skokkað og gengið til skiptis).
Endilega látið vita hverjir eru að taka þetta í kommentunum hér að neðan og hverngi gekk, hvort þetta sé of erfitt eða of létt.
Gangi ykkur vel.
2 ummæli:
Ég var náttúrulega búinn að gleyma því að Poweradehlaupið var þennan fimmtudag. Þessi æfing færist þá til fimmtudagsins 18. janúar (ég skal pósta henni aftur þá).
Gaman væri að vita hversu langan tíma þið hafið til að taka æfingarnar ef þið takið þær í hádeginu og hvort menn séu aðallega að mæta í hádeginu en ekki kl 17:15 á fimmtudögum svo ég geti stillt æfingarnar inn á tímann sem þið hafið.
Við tökum okkur 40-45 mín í hádeginu. Gott væri að miða æfingarnar við það. Æfingarnar á fimmtudögum voru aflagðar vegna þátttökuleysis, en eins og þú sérð er bullandi mæting í hádeginu.
Skrifa ummæli