fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Æfing 1. feb.

Sæl öll

Mér sýnist á vegargerðarkortinu að færð sé góðu lagi í Reykjavík. Við skulum því gera eftirfarandi:

Lengra komnir
10 mín upphitun
3-4x1 km (hægt að hlaupa á stígnum í Skerjafirðinum - km merkingar eiga að vera þar) með 2 mín skokki á milli.
5-10 mín niðurskokk

Byrjendur
10 mín upphitun
2x1 km með 1 km skokk/labb á milli
5-10 mín niðurskokk

Gangi ykkur vel

Bjössi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Anna Dís, Guðni, Ólafur og Sveinbjörn tóku æfinguna í hádeginu. Hlupum 2km í vestur og 2 í austur. Fínt veður og færð þó aðeins mótvindur í 3. spett. Fremstu menn alltaf undir 4 mín.

Í gær, miðvikudag, mættu Anna Dís, Bryndís, Fjölnir, Guðni og Sigurgeir og hlupu annars vegar 7k (stúlkur) og hins vegar 8k (piltar) austur Fossvogsdal.