miðvikudagur, apríl 18, 2007

Æfing ??? apríl

Eitthvað gengur þetta nú brösulega þegar maður er ekki á íslenskum tíma eða dögum. Mér fannst endilega sumardagurinn fyrsti vera í síðustu viku og setti því ekki inn æfingu (því allir væru að keppa í víðavangshlaupi ÍR) en í dag þegar ég var að hlusta á fréttirnar að heiman kom náttúrulega í ljós að hann er á morgun.

Það hefur kannski ekki komið mikið að sök að ekki var æfing í síðustu viku miðað við þann fjölda skokkklúbbsins sem tók þátt í Boston Maraþoninu við vægast sagt ömurlegar aðstæður og því hafa menn ekki planað miklar æfingar síðasta fimmtudag.

Engu að síður kemur hér æfing sem menn geta þá tekið ef þá lystir.

Upphitun er að skokka upp á Klambratún (Mikla-Tún)

Svo skal taka eftir getu spretti horn í horn á Klambratúninu
2x3 sprettir
6 sprettir
7 sprettir
2x4 sprettir
8 sprettir
9 sprettir
2x5 sprettir
10 sprettir

Hvíld er 90 sek á milli spretta. Þeir sem velja að gera sett skulu taka 90 sek á milli spretta og 4-5 mín á milli setta og skokka þá til baka í settahvíldinni.

Í raun ætti settahvíldin að vera þannig að hún sé jafnlöng hvíld+sprettur+hvíld hjá þeim sem ekki taka sett og þá passar að taka næsta sprett með hópnum skokki viðkomandi til baka í setta hvíldinni. T.d. ef einhver tekur 2x3 spretti þá tekur hann fyrstu 3 með hópnum og skokkar svo til baka meðan hinir hvíla eftir 3ja sprett og taka þann 4. Svo fer viðkomandi af stað með hópnum aftur í sinn 4. sprett þegar hópurinn er að taka sinn 5.

Niðurskokk til baka niður á Hótel Loftleiði.

Gangi ykkur vel í hlaupinu á morgun

Bjössi

Engin ummæli: