Næstkomandi laugardag stendur klúbburinn fyrir gönguferð inn að Brúarárskörðum, en Brúarárskörð eru eitt dýpsta gljúfur á Suðurlandi.
Lagt er upp frá bílastæðinu í Miðhúsaskógi og gengið yfir hraunið "upp á Litlahöfða austan árinnar og upp á brún Kúadals sem er lítið dalverpi inni í fjöllunum og þá blasa gljúfur Brúarár sem er mjög tröllsleg og þar sprettur áin fram í margbreytilegum uppsprettum og innarlega í gljúfrinu standa sums staðar bunurnar út úr klettaveggjunum. Af brúnum Kúadals er gott útsýni yfir skörðin en hægt er að fara innar og ganga niður í grasi vaxna brekku sem heitir Tangi en þar þarf að ganga fram á brún til þess að sjá stærsta fossinn í Brúarárskörðum."
Gangan tekur um fjóra tíma og er reiknað með að leggja af stað á hádegi.
Við verðum með aðstöðu í sumarhúsi STAFF í Reykjaskógi þar sem hægt verður að bíða eftir göngufólki ef ekki allir í fjölskyldu ganga.
Skráið þátttöku í 'COMMENTS' hér fyrir neðan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli