Skipulegar æfingar eru í hádeginu á hverjum virkum degi. Lagt er upp frá Hótel Loftleiðum klukkan 12:08 stundvíslega. Við erum með góðan samning í sundlauginni þar sem við fáum inni fyrir 100kr. per skipti, handklæði innifalið (10 skipta kort=1000kr.).
Æfingarnar eru fjölbreyttar og geta allir tekið þátt óháð getu.
Í grunnatriðum er skipulagið þannig að á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum eru róleg hlaup, farið hægt yfir þó alltaf sé tekið aðeins á. Á þriðjudögum og fimmtudögum eru gæðaæfingar : sprettir, fartleikur, brekkusprettir eða jafnvel herþjálfun (BootCamp).
Hver æfing tekur milli 35-45 mínútur og er miðað við að eftir stuttar teygjuæfingar séu allir komnir inn fyrir klukkan 13:00. Vegalengdin er mismunandi 5-10km.
Undanfarið hefur mætingin verið mjög góð, 3-8 félagsmenn á hverjum degi.
Endilega látið sjá ykkur, allir velkomnir.