mánudagur, október 08, 2007

Stjórnarfundur 8. október 2007

Mættir : Dagur, Guðni, Anna Dís og Huld
  1. Eftir nokkrar vangaveltur var ákveðið að aðalfundur/árshátíðin yrði haldin föstudaginn 16. nóvember. Dagskráin yrði með hefðbundnu sniði, veisla og aðalfundarstörf. Félagi Jens Bjarnason hefur ákveðið að opna hús sitt að þessu tilefni og kunnum við honum miklar þakkir fyrir það. Sveinbjörn endurskoðar reikninga félagsins í samvinnu við Önnu Dís, gjaldkera, fyrir fundinn.
    Einsýnt er að stærri hluti núverandi stjórnar mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.
  2. Samskipti við félagsmenn hafa verið með minna móti undanfarið. Ákveðið var að bæta úr því með því að senda póst varðandi árshátíð og vísa á bloggsíðuna. Einnig verður séð til þess að bloggsíðan verði líflegri með því að fá fleiri aðila til að blogga.
  3. Rætt var um hvort taka ætti upp fimmtudags æfingar aftur. Ákveðið var þess í stað að Dagur geri hádegisæfingarnar sýnilegri á vef klúbbsins og kynni betur það skipulag sem viðhaft er á þeim.
  4. Þátttaka í Reykjavíkurmaraþoni var góð meðal starfsmanna samstæðunnar. Ákveðið var að Guðni sendi póst á hópinn og benda þeim á starfssemi Skokkklúbbsins í þeim tilgangi að fjölga félagsmönnum.
  5. Ákveðið var að Anna Dís skoðar í samvinnu við Icelandair Cargo/Sigurgeir og Afreksvörur möguleika á því að keyptir verði vetrarhlaupajakkar á félagsmenn. Markmiðið er að nýjir jakkar, ef af verður, verði komnir í hendur félagsmanna fyrir árshátíð.

Stjórn Skokkklúbbs Icelandair.

Engin ummæli: