föstudagur, nóvember 09, 2007

"Freaky Friday" fyrir aðalfund/árshátíð

Góð mæting var á síðustu æfingu starfsársins. Mættir voru Sigrún, Ingunn, Oddgeir, Ólafur, Sigurgeir, Dagur og Magga (nýr meðlimur). Farið var á skrafhraða frá Hótel Loftleiðum, yfir Miklatúnið, niður Skipholtið gegnum fjármálahverfið framhjá Höfða og útá Sæbraut, þaðan gegnum miðbæinn yfir Austurvöll kringum Tjörnina og síðan tilbaka að hótelinu. Þeir sem voru sérstaklega frískir fengu aukaverkefni á leiðinni.

Einnig sjást til Guðna og Jóa á kraftgöngu í Öskjuhlíðinni.

2 ummæli:

maggaelin sagði...

Hæ hæ og takk fyrir síðast;)

Ég skilaði mér á nú á endanum hehe - verð vonandi í lagi eftir helgi. Var að velta því fyrir mér hvort þið hafið það á hreinu hvað þetta var langt, ég slökkti nefnilega óvart á sendinum mínum á miðri leið?:)

Kv, Magga

Nafnlaus sagði...

Sæl.
Formaðurinn segir þetta um 8K og við hin höfum það fyrir reglu að vera ekkert að rengja hann.
Bkv. Sigrún B :)