Nú er úti veður vott
verður allt að klessu.
Mikið átti Sigrún gott
að hlaupa ein í þessu.
Tók samviskusamlega einn rólegan upphitunarhring í skóginum. Síðan 3 brekkur í brautinni, hraði upp, rólega niður. Endaði síðan á einum löngum spretti í gegnum þveran skóginn út að rústum. Vantaði sárlega hrægammana sem vanir eru að glefsa í skottið á mér í sprettunum. Fín æfing í ruddalegu veðri.
Sigrún
1 ummæli:
Við Hössi vorum á nippinu að mæta og hefðum mætt ef við hefðum vitað af þér Sigrún mín. Vorum í sambandi rétt fyrir 12 og ákváðum að fresta æfingu vegna veðurs. Sjáum eftir því núna.
Skrifa ummæli