föstudagur, desember 07, 2007

Hádegisæfing 7. des

Það var sannkölluð cargo-æfing; mættir voru Fjölnir, Ingunn, Sigurgeir og Dagur. Farið var á jólabollu hraða skógræktarhringinn. Í bakaleiðinni var farið upp brekkuna að Perlunni þar sem farinn var rólegur hringur í kringum Perluna og útsýnisins notið í botn. Þaðan var hlaupið blái stígurinn með smá twist að HLL. Veðurblíðan var stórkostleg og sannkölluð jólastemning með snjóinn á öllum trjánum. Er ekki frá því að það heyrðist í nokkrum raula jólalög á bakaleiðinni.

Sigurgeir

Engin ummæli: