föstudagur, desember 21, 2007

Jólaæfing 20. des. 2007

Fríður hópur lagði af stað frá HL á slaginu 17.15 stundvíslega í átt að Fossvogi. Mætt voru: Stefán þjálfari, Bryndís, Huld, Sibba, Jens, Mímir, Sveinbjörn, Guðni, Ágúst, Fjólnir, Höskuldur og Anna Dís. Stefáni varð að máli að við tækjum eins konar æfingarlíki sem hjómar svo: við göngubrú inn í Fossvog var numið staðar og hlaupið til baka inn að brautarenda með mið að ljósastaurum. Tveir staurar hratt og síðan tveir hægt. Við brautarenda var snúið í átt að HL, teknar nokkrar "drill" æfingar, skokkað að Hlíðarenda og síðan beina leið á HL. Æfing tók um 42. mín. og spannaði 7K. Teknar voru góðar teygjur við sundlaugarinngang á undan sturtu og heitum potti í lok æfingar sem síðan endaði í sælustund á bar hótelsins.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér eru myndir frá æfingunni: http://www.flickr.com/photos/jonmimir

kv
mímir