Kalt veður í dag og smá rok sem góður félagsskapur bætti upp. Mættir voru: Björgvin Harri, Oddný, Oddgeir, Dagur og Sigrún.
Lögðum upp með að fara Fossvoginn en á vissum tímapunkti benti ákveðið "jæja" frá þjálfara til þess að nú tæki gæðaæfing við sem hún og gerði. Fórum 8x400m spretti með ca. 100 m hvíld á milli (skokk eða labb). Sérstaklega var til þess tekið hvað Björgvin hélt æfinguna vel út miðað við stærð og fyrri störf. Æfingin tók vel í í restina en menn réðu þó vel við sprettina, enda stuttir.
Síðasta spölinn að HLL "sprengdi" síðan Björgvin Harri af þvílíkum krafti að hvaða snjóruðningstæki sem er hefði fengið minnimáttarkennd. Hefur hann því hrifsað til sín titilinn um magnaðasta endasprettinn og á hann skuldlausan. :)
Skemmtilegasta æfing!
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli