miðvikudagur, janúar 09, 2008

Hádegisæfing 9.-janúar

Mættur fríður flokkur í dag í nokkuð köldu en fínu veðri: Anna Dís, Jói, Hjörvar, Björgvin Harri, Höskuldur, Ingunn, Dagur, Oddgeir og Sigrún.

Menn fóru mislangt. Ingunn hljóp hringi í Öskjuhlíð (3-4), Hjörvar var með leyniprógramm, Björgvin og Anna Dís fóru út að dælustöð og tilbaka, sem og Jói Úlfars. Restin fór Hofsvallagötuhringinn á þægilegu strákatempói, enda tóku menn fullt tillit til Sigrúnar sem var á 75% stelputempói með hósta. Alls 8,7km. Fín æfing!.

Sigrún

Engin ummæli: