þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Hádegisæfing 12.febrúar

Operation "Trail of Blood".

Mættir til átaka: Guðni, Fjölnir, Sigurgeir, Höskuldur, Stefán, Dagur og Sigrún.
Lagt var upp með gæðaæfingu sem fólst í því að hita upp ca. 1 km í Öskjuhlíð (veit ekki hvort það telst rétt- eða rangsælis). Síðan var safnast saman við brekkuna sem nær alla leið upp að Perlu frá Öskjuhlíðarrótum, gegnt HLL.
Hlupum upp brekkuna (400 m) á hraða og þegar við komumst á "level" (ekki 42 samt) áttum við að lengja skrefin og klára upp að Perlu. Þetta reyndist þrautin þyngri vegna glerhálku og slæmra skilyrða. Skokkuðum síðan restina af hringnum og tókum alls 3 hringi. Eftirtektarvert var að Guðni tók góðan sprett í síðasta hring og skaut öðrum hlaupurum ref fyrir rass á síðustu metrunum. Ljóst er að reynsla og styrkur sameinast í þessum liðsmanni. Skokkuðum síðan niður og héldum heim og mikil mildi þótti að enginn braut sig í hálkunni.
Sigrún

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Brettadýri einu finnst þið vera miklar hetjur - og vá, er Stefán Viðar kominn í hópinn - þeir gerast varla fljótari.....ef að helv veðrið fer að skána lætur maður samt sjá sig en gang imellem.

Bryndís

Nafnlaus sagði...

Það er greinilegt að Guðni hefur gefið ritaranum góða uppskrift í gær! Þetta er því miður ekki alveg rétt þar sem Fjölnir hafði Guðni á lokasprettinum, þannig að reynslan hjá Guðni dugði ekki í þetta skiptið ;o)
Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

lesa allt bloggid, nokkud gott