"Beach of terror" nefnist annar hluti þríleiksins sem fór fram í sandinum við Nauthólsvík í dag. Nokkrir litlir negrastrákar mættu og ein negrastelpa. Það voru Sveinbjörn, Jói, Hjörvar, Guðni, Sigurgeir, Hössi, Dagur, Oddgeir og Sigrún. Síðan smá saxaðist úr hópnum eftir að æfingasettum fjölgaði.
Byrjuðum á upphitun frá hótelinu og hlupum rakleiðis niður á strönd. Þar merkti herforinginn línu og skyldi nú hlaupa í pörum sex spretti frá línu til línu í boga í sandinum. Nokkrir hurfu þar niður í kviksyndið og hefur ekkert til þeirra spurst. Ef maður tapaði datt maður niður um hóp en fór upp ef maður vann. Voru því hreyfingar milli para og var það vel, enda fjöllyndur hópur mjög. Eftir þetta var farið upp á búningsherbergi Nauthólsvíkurstrandarinnar og þaðan átti að hlaupa dágóðan hring, upp og niður börðin á ströndinni, hring og taka 10 armbeygjur hjá heitum potti í fjöru. Hlaupa síðan í stigann og skokka upp og niður hann þangað til allir væru komnir. Endað svo með 20 uppsetum uppi á þaki. Á þessum hluta æfingarinnar hurfu nokkrir sporlaust. Þessi æfing var gerð þrisvar, vegna fjölda áskorana og eru menn þakklátir í dag fyrir það.
Safnast var síðan saman og tekið niðurskokk að hótelinu en greinilegt að vorhugur og streita í mönnum veldur því að niðurskokkið er orðið að tempóhlaupi. Ekki ætlar neinn að láta hringa sig í úrtökumótinu, nema ef um hringtrúlofun skyldi vera að ræða. Þá horfir málið öðruvísi við.
Þetta var hin hressilegasta æfing og skemmtilegur félagsskapur. Hver þarf á Hasselhof og Anderson að halda í svona strandpartýi?
Treysti á "recovery" dag á morgun.
Kveðja, Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli