Norðurlandamót Öldunga innanhúss fer fram annað hvert ár. Nú í ár á Íslandi í fyrsta sinn (í nýju frjálsíþróttahöllinni). Það er sem sagt keppt í hinum ýmsu eldri aldurflokkum og hlaupagreinar í millivegalengdum og langhlaupum eru 800, 1500 og 3000 metrum. Þess má geta að Hafsteinn Óskarsson varð Norðurlandameistari á síðasta móti (Sigurjón á síðan titil á utanhúsmótinu). Þið eigið fullt erindi á þetta mót og þið sem hafið prófað að hlaupa innanhúss vitið að þetta getur verið ansi gaman. En það þarf að skrá sig í dag og eru allar upplýsingar á fri.is. Hafsteinn keppir og ég veit að hann hefur rætt við nokkra í hópnum um að vera með en Sigurjón verður víst á skíðum en það eru margir fleiri sem eru volgir.
Norðurlandamót öldunga - Skráning til 1. febrúar
Norðurlandamót öldunga í frjálsum innanhúss verður haldið á Íslandi dagana 29.2. - 2.3.2008.
Mótið fer fram í nýju frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Öldungaráð vekur athygli á umræddu móti og hvetur sem flesta til þátttöku.
Tæplega 200 erlendir keppendur hafa þegar skráð sig til þátttöku í mótinu.
Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 1. febrúar 2008 og á að skila skráningum inn til
skrifstofu FRÍ á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi þann dag.
Nánari upplýsingar um mótið eru að finna hér vinstra megin á síðunni undir:
NM Veteran 2008 - Registration - Invitation letter
(prenta út skráningarblaðið á síðu 2, filla út og senda til FRÍ í þessari viku.
Skráningargjald skal leggja inn á reikning: 0111-26-556016, kt.560169-6719 (skýring: nafn viðkomandi)).
Keppnisgreinar í karla- og kvennaflokki eru:
60 metra hlaup
200 metra hlaup
400 metra hlaup
800 metra hlaup
1500 metra hlaup
3000 metra hlaup
60 metra grindahlaup
3000 metra ganga
Hástökk
Stangarstökk
Langstökk
Þrístökk
Kúluvarp
Lóðkast
4x200m boðhlaup
Engin ummæli:
Skrifa ummæli