Mættir í dag á frekar snarpa æfingu: Bryndís, Anna Dís, Fjölnir, Sigurgeir, Hjörvar, Dagur og Sigrún. Einnig voru Jói og Ingunn á eigin vegum, þó ekki saman.
Tekin var "tröppuæfing" (Die Treppe-auf Deutsch), sem er alþekkt frá útrýmingarbúðum SS. Hituðum upp frá hóteli og fórum stíg í Nauthólsvík út á Ægisíðu. Á þessari leið kynntumst við tröppunni. Hún fól í sér spretti -1, 2, 3, 4, 3, 2, 1 mínútu með 30 sek. hvíld á milli. Öskrað var á lýðinn með reglulegu millibili og reyndu menn að hlýða skipunum eftir megni. Skokkað heim og hinn hefðbundni lokasprettur tekinn niður brekkuna af Sigurgeiri og Degi. Alls ca. 8,5 (Dagur lengra).
Sehr schön! Veður dásamlegt.
Kv. Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli