Mættir í dag í köldu veðri: Höskuldur, Dagur, Fjölnir, Mímir (síðasta hlaup) og Sigrún. Einnig sást til Óla Briem en hann liggur sterklega undir grun um að stunda óviðurkvæmilega iðju í Öskjuhlíðinni, hvað annað? Einnig var Ingunn að æfa.
Hópurinn hélt frá HLL og skokkaði um 4K inn í Fossvogsdal þar sem snúið var við og tempóhlaup tekið 3K tilbaka. Þar var startað með forgjöf, fallegastir fyrst og fór ljókkandi. Menn fengu tímaviðmið og fóru langt framúr þeim, enda harðar refsingar að veði. Til að særa ekki stolt ljóta fólksins, leyfði ég semsagt öllum strákunum að fara framúr mér á leiðinni því ekki er gott að vera bæði ljótur og lélegur. Var ekki laust við að ég kenndi mér meins í bakhluta eftir verknaðinn. Allt gert til að halda friðinn. Tímar voru fínir hjá öllum og hefur vart annað eins sést, nema í keppni. Niðurskokk að hóteli um 1,5K.
Alls 9K á meðalhraða 5.11 með öllu (pissustoppi og fleiru).
Kv. Sigrún
Ábending frá þjálfara: Ekki er heimilt að neyta áfengra drykkja eða stunda hvílubrögð héðan í frá og þartil eftir mót. Það slævir alla einbeitingu og sigurvilja. Heyrst hefur að sumir virði þetta bann að vettugi og er það brottrekstrarsök úr liðinu. Menn eru því beðnir um að halda aftur af sér í þessu samhengi.
4 ummæli:
Hahaha :-) Sigrún þú þarft að fara gefa út bók með "Best Of bloggærslum"
Varðandi ábendingu frá þjálfara; þetta er væntanlega af gefnu tilefni?
Kv, Fjölnir (edrú í kvöld)
Það var í raun óþarfi að koma með þessa ábendingu, þetta er svo sjálfsagt. Hverjum dettur í hug að neyta áfengis eða stunda hvílubrögð fram að móti??? Kv. Sigurgeir
Það þarf að fylgjast vel með "the stripper". Hún tjáði mér það að hún væri á leið í 1/2 þon í dag þannig að mér varð á að bjalli í hana í gær til að spyrja hvort að ég ætti að vera stressuð yfir því að hún myndi taka mig í gö......? Nje... ég er að drekka hvítvín núna og ligg uppi í sófa og var að klára sushi. Var ekki einhver að banna áfengisneyslu fram yfir keppni hjá ykkur?? Kv, nafna hennar
Djöfuls lygari. Var að carboload-a.
Vá, hélt þú værir vinkona mín en ert greinilegabakstingari dauðans!
Vond kveðja,
Hin (;
Skrifa ummæli