mánudagur, mars 31, 2008

Hádegisæfing 31.mars

Vorum mætt í dag nokkrir blástakkar: Guðni (sem skrópaði í marsmarþoninu), Björgvin (sem bugaðist á undirbúningstímabilinu), Jói (sem vill ekki vera á séræfingum), Sveinbjörn (sem gefur ekki kost á sér), Dagur (The Terminator), Oddgeir ( Couldn't care less-frístundaskokkari), Anna Dís (áfram The Boss) og Sigrún (Klæðskiptingur og hrákadallur). Fórum lögbundinn Hofsvallagötuhring og splittuðumst á leiðinni í 2 grúppur þar sem önnur fór Suðurgötuna. Einhver háskólaþrá þarna í gangi. Vindur var nokkur á leiðinni og dró það aðeins úr, ekki mikið þó. Var fegin á æfingu að mér var leitt fyrir sjónir að vanlíðan í hlaupi stafar ekki (aldrei) af líkamlegum kvölum, þarna er á ferð andlegt kvalræði. Létti mikið við þetta. Taldi skrokkinn í ólagi en er bara cool á því að vera með hausinn í rugli.

Góð "recovery" æfing, "back to life" einskonar og er ég strax farin að kanna næsta hálfmaraþon, svo ég geti komið og horft á hin fíflin, hlaupandi um í hommabuxum og hlýrabol!
Alls 8,6K á ca. 43 mín.

Kveðja,
Sigrún

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Varstu edrú í gær? Konan í Fossvoginum:-)

Icelandair Athletics Club sagði...

Svona siðgæðislöggur... skvetti hvítvíni á þig í markinu í Boston.
Kv. Hráka

Nafnlaus sagði...

Cargo-bræður fóru eftir vinnu. Fórum í Fossvoginn og enduðum á 8,4km á þægilegum hraða eða avg. 5:19.
Kv. Sigurgeir