Mættir voru: Huld, Dagur, Baldur og Sigrún.
Það var með nokkru óráði að ég lauk hálfu maraþoni í dag, ekki var mikil innistæða hjá mér fyrir slíku hlaupi. Hinir áttu meira erindi í erfiðið og stóðu sig öll með prýði. Fann verulega fyrir því að inneign í vegalengd var engin, enda lengsta hlaupið mitt nýlega 14K og hef ég ekki farið lengra en það þetta ár og allt árið á undan. Anyways.. kvöl er góð og þutu ýmsar svartnættishugsanir gegnum hugann þegar ég fór síðustu 7 á hugarorkunni, engin var orkan í fótunum. Datt þá í hug hvort ætti að segja: "Sársaukinn er eilífur, upplifunin er tímabundin" eða var það öfugt "sársaukinn er tímabundinn, upplifunin eilíf". Whatever.. skora á alla sem þjást af sjálfseyðingarhvöt að reyna þetta, .a.m.k. einu sinni.
Fór svo úr hlaupinu og hélt barnaafmæli:).
Kem með tímana okkar úr skokkhópnum þegar þeir detta inn.
Takk Helga Björns mín fyrir frábæra aðstoð á leiðinni!
Bestu kveðjur,
Sigrún
P.S. Hef ákveðið að sérhæfa mig í skemmtiskokki eftir þetta.
2 ummæli:
Eftir þetta hlaup hjá þér kæra nafna, þá veður þessi vegalengd ekkert nema auðveld!! Svo fyrir utan þetta væl var þetta fínn tími hjá þér. Múrinn er klifinn og þá er bara að halda áfram :-) Skál, nafna þín.
Ég var alveg búin að gleyma þessari tegund af píningu. Skammhlaupin klæða mig best, sérstaklega í breytilegri átt!
Get ekki skálað-er í banni :/
Skrifa ummæli