þriðjudagur, apríl 01, 2008

Hádegisæfing 1. apríl

Mættir í fínu gluggaveðri: Huld, Anna Dís, Bryndís, Björgvin, Dagur, Sveinbjörn og Sigrún. Sjaldan eða aldrei hefur fríðleikastuðull meðlima hækkað jafn mikið og í kvennafansi æfingarinnar í dag. Ætluðum að fara 800m spretti en dræmar viðtökur breyttu því og farinn var skóræktarhringur í staðinn. Nokkuð hvasst var á leiðinni en sól. Nokkra furðu vekur slæleg mæting Cargo-bræðra, en fyrruppgefin markmið liðinna vikna gáfu vísbendingu um metnað, sem snarlega hefur fjarað út. Aðrir í hópnum mættu líka sýna meiri skuldbindingu í mætingu og hætta að láta vinnutengd mál trufla sig. Hlaupið í dag var á þægilegum kjaftahraða og sýndist mönnum að þjálfara væri misboðið slíkt metnaðarleysi, end hélt hann sig til hlés og var fáorður. Má nú búast við hinum verstu viðurlögum á morgun, og er það ekki 1. aprílgabb!
Alls ca. 7K

Kveðja,
Sigrún

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig gat fríðleiksstuðullinn hækkað þegar það vantaði báða cargo-bræðurna??? Vorum því miður báðir uppteknir á fundi en stefnum á gæðaæfingu strax eftir vinnu í dag enda er þriðjudagur ekki satt?

Kv. Cargo-bræður

Nafnlaus sagði...

Þið eruð að gera góða hluti ;O)
Tek undir þetta með gluggaveðrið. Fór 10.km í hádeginu (Hádegismóar - árbæjarlaug - stíflan)og til baka. Uppskar þá 10-13 m/s á framhliðina, meira rokrass....hérnamegin. Er að hugsa um að skýra þennan hring ,,Litla Elliða"
Kveðja
Ása

Nafnlaus sagði...

Ég mætti bara einn eftir vinnu á HLL en þá kom í ljós að það var lokað vegna viðgerða. Spurningin er hvort að þessi æfing í hádeginu var aprílgabb? Allavega þá fór ég í Kópavoginn og tók æfingu þar. Hljóp í Sala-, Kóra- og Lindahverfi. Tók 4 x 800 m spretti með 200 m hvíld á milli. Æfingin endaði samtals í 8,7 km.

Kv. Sigurgeir