fimmtudagur, apríl 17, 2008

Hádegisæfing 17. apríl

Fimmtudagur og aðeins fólk með áhuga mætti: Oddný, Fjölnir og Sigrún. Ákváðum að fylgja eigin hvötum og fórum á gæðaæfingu (án harðstjórans). Hituðum upp í skógi og fórum í kirkjugarðinn. Söfnuðumst saman í brekku og tókum 4 brekkur á hraða og skokk restina af hringnum (eins og um daginn). Fínasta æfing og hlýtt en vindasamt. Erum að skríða saman eftir Róm.
Fín æfing og sýnir glöggt hversu agaður hópurinn er orðinn.
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: