föstudagur, apríl 18, 2008

Hádegisæfing 18. apríl

Mættum í dag í frábæru veðri: Bryndís, Oddgeir, Dagur, Björgvin og Sigrún. Sveinbjörn var einnig á hlaupum.
Fórum miðbæjarrúntinn í frábæru veðri og þægilegu taltempói. Á Austurvelli var gerður aðsúgur að hópnum og Dagur varð fyrir árás ástsjúkrar skólastúlku sem var við hóp ungmenna að dimmitera. Sá hún í honum föðurlega ímynd og heillaðist af teinréttum hlaupastílnum. Lét hún aðra í hópnum vera, enda yngri og ekki eins árennilegir. Komumst síðan klakklaust út úr þessu og héldum heim á hótel.

Fín æfing með sýningarelítunni. Alls 8K

Kveðja, Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...ekki veit ég hvort þetta sé rétt með 'föðurlega ímynd'ina en hitt gæti verið að henni hafi brugðið við ljóshærðu ömmuna í peysufötunum sem kom í humátt á eftir þeim teinrétta og fagurlimaða

Kv.
Dagur

Icelandair Athletics Club sagði...

... ekki svekktur... :)

Oldie