miðvikudagur, apríl 02, 2008

Hádegisæfing 2. apríl

Það var engu til um það logið í gær að hefndaraðgerðum yrði haldið uppi í dag vegna kæruleysis gærdagsins. Mættir í kirkjugarðsbúgí dagsins voru: Sveinbjörn, Fjölnir (sem ekki þorir að skrópa meir), Oddgeir, Óli (sem er hættur að pukrast í skóginum af því við sáum til hans), Dagur, Björgvin (sem planet "Pulse" er nefnt eftir) og Sigrún (sem nýtur sín betur þegar ekkert annað kvenkyns er á staðnum). Hituðum upp smástund og fórum inn í kirkjugarð. Söfnuðumst saman neðst í einni brekkunni (vegna fjölda áskorana frá aðalritara) og tókum fimm sinnum upp og skokk og samsöfnun niður í hring. Þetta var hin beittasta æfing og voru sumir nær því að vera liðnir frekar en lífs. Ekki allir þó. Skokkuðum síðan inn í skóg og tókum hýenuna í gegn til að hrista stífelsið úr. Niðurskokk að hóteli sem endaði í svaka spretti hjá Ó og D en sá fyrrnefndi skáskaut sér milli trjáa, sem voru augljóslega gróðursett á vitlausum stað.
Sprinterinn var smá tíma á súrefni eftir æfinguna, þó ekki nema um hálftíma. Hann er vanur að vera einn og hálfan!
Á morgun má búast við skemmtilegri æfingu þar sem tekið verður létt "recovery" og einnig mun rússneskur kúluvarpari og steratröll mæta og leiða okkur í allan sannleika um styrktaræfingar, svokallaðar Tito-æfingar.
Smellið hér til að sjá hvað Tito er:

Kveðja, Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Der trainer var enn í hefndarhug í dag þar sem rússneska steratröllið var fjarri góðu gamni og dró Oddgeir, Fjölni, Guðna og mig vestur á Hofsvallagötu. Á leiðinni voru teknir 3km á tempó.Ég var alveg á innsoginu allan tíman og mátti sjá á eftir þeim geysast út í buskann en áfram skrattaðist ég og náði áfangastað að lokum. Þá var hlaupið Hofsvalla og Hávallagötu "heim" á ný og enn mátti maður baslast við að hanga í gæjunum. (Oh, my hard life, hehe)Þetta var samt rosa góð æfing, þó Rússann vantaði, - hann bíður eflaust betri tíma.
Bryndís.

Nafnlaus sagði...

Ekki Hávalla heldur Víðimel.
GI