Mættir á æfingu í dag: Jói og Sveinbjörn (fóru saman), Fúsi og Erlendur (Loftleiðir), Dagur, Óli, Sigurgeir, Björgvin og Sigrún. Höskuldur bættist svo í hópinn hjá kafaranum (helköttaður).
Stefndum á Hofsvallagötuna og við Þjóðminjasafn skyldi hefjast tempóhlaup. 3 leiðir voru í boði; Suðurgata, Björns bakarí og Hofsvallagata. (ca. 3-4 km) Markmiðið var að ná og að vera ekki náð. Semsé ekki flókið. Menn hlupu eins og getan leyfði og söfnuðst síðan saman við kafarann, þaðan sem hlaupið var í hnapp heim á hótel, með 2 sprettum inní. Skyndilega breyttist róleg mánudagsæfing í æsilega þriðjudagsæfingu, enda þurfti að hreinsa "eiturefni" hratt og örugglega úr þeim félagsmönnum sem ekki kunna að ganga hægt um gleðinnar dyr. Lyfjapróf verða síðar á tímabilinu, án fyrirvara.
Kveðja,
Sigrún
2 ummæli:
Ég veit ekki hvort mér finnst verra, brekkuhlaup eða svona helv.... "ná og vera náð". Ég meina fólk fær martraðir út af svona löguðu.... Hvern hefur ekki dreymt að hann sé að hlaupa undann einhverri óskilgreindri ófreskju og hún dregur bara á þig og þér finnst þú bara vera að hlaupa í "slow motion".
Óskilgreinda ófreskjan í dag hét Dagur. Við Sigrún fundum það út eftir að við komumst í mark án þess að hann næði okkur (tókum vel á því)að við myndum kalla hann "Dagur vonar"....
Takk fyrir frábæran mánudag.
kv. Steypireyðurinn (hlunkurinn sem blæs svo mikið :-)
Já. Nú verður "Dagur vonar" að vona að honum verði ekki náð. Annars blést þú ekkert meira en ég og stóðst þig ótrúlega vel!
Skemmtileg æfing.
Kv. Sigrún
Skrifa ummæli