þriðjudagur, maí 06, 2008

Hádegisæfing 6. maí

Mættum í dag á megrunarlausa daginn: Guðni, Dagur, Sigurgeir, Björgvin, Sveinbjörn og Sigrún- allt annálaðar fitubollur. Einnig heyrðist af Fúsa froskagleypi og Dr. Foreigner, en þeir voru á eigin vegum. Æfingin var svona þvers og kruss og út um allt, gegnum suðurhlíðar, framhjá Kringlu, smá hraðabreyting á Klambratúni og endað í brekku við Valsheimili, sem undirrituð þurfti að taka í nefið nokkuð reglulega á Valssokkabandsárunum. Áttum við (að þrábeiðni Björgvins Windbrakers) að hlaupa á spretti upp helv.. brekkuna og áfram upp, alla leið að Perlunni og klukka helvítið. (Perluna sko, ekki þjálfarann) Skokkuðum síðan bláa stíg heim og var þetta hin skemmtilegasta æfing. Ákveðin "desperasjón" virðist þó vera í gangi meðal kk iðkenda. Mér hafa borist fjölmargar kvartanir vegna myndbirtingar og tíðra umfjallana vegna góðvinar hlaupahópsins, Höskuldar Ólafssonar, en menn tjalda nú öllu sem til er á æfingum til að missa ekki status og mæta afar klæðalitlir neðantil. Spurning hvort Danni selur þvengi fyrir sumarhlaupin. Pant ekki hlaupa fyrir framan þá!
Kveðja,
Sigrún

1 ummæli:

HK sagði...

Það þarf greinilega að herða siðgæðiseftirlitið í hádeginu og mæti ég í þeim tilgangi á morgun. Gerðar eru kröfur um að félagsmenn gæti velsæmis í hvívetna. Læt Sigrúnu eftir að sinna lyfjaeftirlitinu!
Kv. Huld