miðvikudagur, júní 11, 2008

Hádegisæfing - 11. júní

Mætt: Dagur, Sigurgeir, Laufey og Sveinbjörn.
Laufey og Sveinbjörn fóru í skóginn og í kirkjugarðinn. Dagur og Sigurgeir fóru "beina" leið að Eiðistorgi og tilbaka í gegnum eitthvað hverfi í vesturbænum. Verð bara að viðurkenna að ég nenni ekki að læra hvað hverfin heita sem tilheyra KR! Allavega þá voru þetta fínir 8,9 km á 4:48 tempó í góðu veðri.

Heyrst hefur að Fjölnir sé á "séræfingum" og stefni á endurkomu í úrvalsdeild n.k. föstudag. Hvar eru Bjöggi Bjútí og Sigrún???

Kv. Sigurgeir

5 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

:( Aðlritarinn datt af hjóli og tognaði illa í baki. Get mig ekki hrært!
Kv. Sigrún

Nafnlaus sagði...

Hjólreiðar eru stórhættulegar og ætti að banna. Það er enginn með fullu viti sem ferðast með þessum manndrápstækjum. Mér er í fersku minni bilta fyrrverandi formanns klúbbsins sem endaði með sjúkrahúsvist og gifsun. Þó er ljóst að menn þurfa að fara varlega enda ekki mikið gert til að greiða fyrir hjólreiðafólki sem má sín lítils í samkeppni við eldspúandi bensínfáka sem ætla allt að drepa með frekju og yfirgangi. Þó er nú betra að vera á hjóli. Lifi hjólreiðar!

Nafnlaus sagði...

Elsku aðalritari!
Láttu þér batna hratt og vel svo þú getir tekið upp ritstörf á ný af fullum krafti.
Anna Dís

Nafnlaus sagði...

Ég tók þessi hlaup kannski aðeins of alvarlega núna og get ekkert hlaupið af því að ég er orðinn svo "horaður". Já það er rétt, ég er svo fullur af "hori" að það hálfa væri nóg. Leyfi mér að vona að ég hafi heilsu til að hlaupa á mánudaginn 16. júní.
B. Bjútí

Nafnlaus sagði...

Ja hérna, mörg eru mannanna mein, hor og bakmeiðsl.

Jafnið ykkur fljótt, elskurnar, það er sko skarð fyrir skildi þega B.Bjútí og AÐALritarann vantar.

BM