þriðjudagur, júlí 29, 2008

Hádegisæfing 29. júlí 2008

Mikil lifandis haminga er að vera til. Guðni brást mjög snögglega við vælinu í mér síðan í gær og mætti á æfingu í dag. Einnig var mættur nýr fýr frá Hótelunum sem hlýðir nafninu Birgir Daníel.
Hann fór reyndar ekki með okkur Guðna Hofsvallagötuna (rétta í þetta skiptið), en tjáði okkur að mikill hugur væri í sér og hann fór stuttan flugvallarhring (Icelandair hlaupið).
Guðni var svo tjúnnaður eftir skróp gærdagsins að hann stakk upp á löngum spretti.......þ.e. að segja að hlaupa Hofsvalla-helvítið í spretti, eða svo gott sem. Hitastig dagsins minnti um margt á fræga Parísaferð undirritaðs þar sem aldraðar konur "snýttu" Bjútíinu í stigahlaupum. Þegar á ca. miðja Hofsvallagötuna var komið tjáði ég Guðna að ef hann ætlaði hraðar þá skyldi hann bara gera það því Bjútíið var gjörsamlega á innsoginu....(not so bjútí). Guðni hvarf við þau orð bara í reyk og hljóp uppi 3 hunda sem voru að reyna með sér á Ægissíðunni. Þegar undirritaður kom í lognmolluna og hitann á Ægissíðunni var ekki hjá því komist að rífa sig úr að ofan ef forðast ætti yfirlið. Fregnir herma hinsvegar að húsmæður í vesturbænum hafi fallið í yfirlið við uppátækið.
Tími undirritaðs var ekki upp á marga fiska enda farið all svaðalega geyst af stað með Guðna svoleiðis tjúnnaðann að sérútbúinn torfærubíll hefði dauðskammast sín.
Tími frá Loftleiðum að Þjóðminjasafni var svo lár að ákveðið hefur verið að birta það ekki af virðingu við aðra skokkklúbbsfélaga.

Í guðs friði.
Bjútíið

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tíminn á 3k tempó var 3:48, 3:55 og 3:51.

GI