Mætt : Dagur, Óli og Ágústa
Fórum Skógræktina-Perlan (6,8k) á rólegheita tempói þar til við komum að göngubrúnni þá fór bráðin að ókyrrast og stytti ferðina upp Suðurhlíðina vitandi af rándýrunum fast á hæla sér. Þrátt fyrir slefan úr skoltunum tókst rándýrunum ekki að hremma bráðina og náði hún að griðlandinu vel á undan sprettfetunum enda hér tindilfætt hind á ferðinni.
Á morgun föstudag verður boðið uppá sjósund í góða veðrinu.
1 ummæli:
Eins og mér sé ekki sama þótt þið séuð að smjaðra fyrir nýju stelpunni..
Kv. Sigrún
Skrifa ummæli