Mættur : einn einstaklingur (ónefndur)
Í örvinglan og svekkelsi yfir mætingarleysi svalaði hann sýningarþörfinni með rólegu hlaupi Sæbraut-Miðbær. Með þaninn brjóstkassann og bíspertur eins og graðhestur á hestamannamóti sást glitta í tár á hvarmi bak við sólgleraugun þar sem hann læddist aleinn á hægu tölti yfir Austurvöll í átt að Ráðhúsinu. Einmannleikinn heltist yfir hann þrátt fyrir mannmergðina og fjarlægar minningar um horfna tíma í glaðværum og hraðskreiðum hópi gerðust áleitnar.
Vonandi mæta fleiri næst.
3 ummæli:
ÆÆÆ en hugnæm lýsing. Maður bara skammast sín.
Ætlaði að mæta en vegna djamms og djússsss á ónefndum veitingastað í gærkvöldi varð ég að skrölta niður að höfn ofan úr Breiðholti til að ná í eðalvagninn - Suzuki SX4. Var sko í fríi í dag.
Hefði gjarnan viljað vera með þessu glæsimenni.
BM
Æ, æ. Fór 10k í morgun sóló en svo á fyldefest kl 16.00 og er enn að. Hefði verið með vasaklút handa sæta gæjanum!
Kv. Aðalritarinn
Skál, kæri aðalritari! Verðum bara með næst, svo sá sæti taki gleði sína aftur.
BM
Skrifa ummæli