mánudagur, júlí 14, 2008

Reykjavíkurmaraþon

Hlauptu fyrir Vildarbörn - Run for Special Children

Icelandair er samstarfsaðili og einn af megin styrktaraðilum Reykjavíkur Maraþonsins sem í ár er haldið í 25 skipti laugardaginn 23. ágúst.

Við viljum hvetja alla starfsmenn til þess að taka þátt í hlaupinu og styrkja í leiðinni gott málefni. Icelandair Group hefur ákveðið að heita á alla þá starfsmenn sem taka þátt í hlaupinu með því að leggja fé til Vildarbarna. Vildarbörn er sjóður sem hefur það að markmiði að gefa langveikum börnum og börnum sem búa við sérstakar aðstæður hér á Íslandi og í nágrannalöndum tækifæri til ferðalaga. Allar frekari upplýsingar um Vildarbörn eru á vef Vildarbarna.

Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt og langar að láta gott af þér leiða með skemmtilegri hreyfingu í góðum félagsskap þá skráir þú þig í hlaupið hér á Work. Icelandair Group mun svo gefa 1.000 punkta á hvern kílómetra sem þú hleypur, svo framarlega sem þér tekst að ná settu markmiði.

Hægt er að velja um fjórar mislangar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni: 3 km skemmtiskokk, 10 km, 21 km hálft maraþon og 42 km maraþon. Icelandair býður starfsmönnum í hlaupið og þarft þú ekki annað en að skrá þig hér.

Allar frekari upplýsingar um hlaupið er að finna á vefsíðu hlaupsins.

Smelltu hér til að skrá þig í hlaupið.

Smelltu hér til að sjá hverjir hafa skráð sig.

Engin ummæli: