Mættir í dag á síðustu gæðaæfingu fyrir RM (þeir sem þorðu): Höskuldur, Guðni, Dagur, Bjútíið, Oddgeir, Óli og Sigrún. Óljóst var í upphafi hvað ætti að gera og ólíkt þjálfara hópsins að leita álits félagsmanna en það stafar eflaust af því að Sigurgeir nokkur Már hafði Ólympíuhlaup í hyggju en var svo hvergi nærri þegar hlaupa átti. Var því ákveðið að hita upp eftir ströndinni í vestur og taka 4*400m spretti þar sem síðasti yrði á "all-out" tempói. Gekk þetta eftir og voru sumir frekar hraðir. Síðan var tekið þétt tempó heim að hóteli og gerðar málamyndateygjur. Eftir þessa æfingu er það ljóst að nauðsynlegt er að koma upp sjúkratjaldi við Ægisíðu þar sem er að finna "First Aid Kit" með lágmarksbúnaði, s.s. astmatæki, Ibufen, hulsu, bjór, magabelti og startköplum. Ef slíkur búnaður væri fyrirliggjandi ættu sumir félagsmenn greiðara aðgengi að seinni hluta æfingarinnar og myndu klára "bjútífúllí".
Alls 9,3K
Kv. Sigrún
2 ummæli:
Hvað getur maður sagt....kannski bara eins og Færeysi fótbolta-"lýsirinn". "Verjan sprakk og allt lak inn". Kannski í mínu tilfelli var þetta meira svona "allt lak út"...svona eins og í blöðru sem er full af lofti og svo er sleppt og svaka flug og power fyrst, en svo heyrist bara pprrrhhhhhfffff....og allt búið....
Ég hvíli mína tösku!
Bjútíið.
Ég gat því miður ekki komið í dag. Mér finnst það mjög skrítið að þið gátum ekki framkv. ólympíuæfinguna þar sem Dagur átti hugmyndina af henni en ekki ég! Ég skrái þetta sem leti hjá ykkur ;o) Ég tók þessa æfingu í gær á powerade hringnum.
Kv. Sigurgeir
Skrifa ummæli