mánudagur, september 15, 2008

Hádegisæfing 15. september

Haustæfingar FI SKOKK fara af stað með miklum krafti og frábærri mætingu. Í fallegu (úrkoma í grennd) veðri í dag mættu: Dagur (man in tights, yeah!), Hössi (prúði), Guðni (notorious), Jón Gunnar (hnakki), Sigurgeir (the secret target man), Bjöggi (Thinner (sbr. Stephen King)), Fjölnir (The awakening), Óli (batman), Baldur (newcomer), Huld (ennþá drottning), Sigrún (dress like Huld but that does not cover it), og á eigin vegum Ágústa, Sigurborg, Elísabet, Hrafnhildur, Ingunn og Jói (boxer). Farinn var hinn hefðbundni Hofsvallagötuhringur utan bjútís og aðalritara, þau þurftu að "de-briefa" eftir RM, enda hafa þau ekki getað borið saman bækur sínar síðan. Restin fór Hofs og einnig tók sokkabuxnamaðurinn sig til og fór í enda æfingar með hnakkann í smá yfirhalningu í skógi. Verður ekki farið nánar í um hvað sú athöfn snerist en furðu vakti að hnakkinn kom í sokkabuxunum til byggða, en þjálfarinn í stuttbuxum.
Fín æfing og eru menn og konur hvattir til áframhaldandi ástundunar, enda líður að gleðskap, þegar nóvember er hálfnaður er árshátíð klúbbsins ráðgerð.

Kveðja,
Sigrún
Hofs 8,6K
Suður 7,5K

Engin ummæli: