Komin í mark. Á myndinni eru frá vinstri: Úlfar Hinriksson eiginmaður Bryndísar, Jens Bjarnason ITS, Jón Mímir Einvarðsson Jet-X (áður starfsmaður flugrekstrarsviðs Icelandair) og Bryndís Magnúsdóttir þjónustudeild. Sérstök athygli er vakin á nýtískulegum bol sem Mímir klæðist. Bolurinn mun hafa verið hannaður hjá Tískuhúsi Jóa Úlfars.
Bryndís tekur við fyrstu verðlaunum í sínum flokki eftir frábæran árangur í 10k hlaupinu. Við hin klöppuðum ákaft full af stolti. Bryndís, eins og reyndar við öll, átti mjög gott hlaup.
Sátum til borðs í gala dinnernum með hlaupurum frá South African Airways. Við héldum lengi vel að unga stúlkan við hliðina á Mími væri dóttir eins úr liðinu. Síðla kvölds kom í ljós að hún var búin að vinna hjá flugfélaginu í meira en áratug.
2 ummæli:
Kannski var hún 5 ára þegar hún byrjaði. :)
Kv. SBN
Já Sigrún mín. Þetta með konur og aldur og þau dularfullu lögmál sem þar liggja að baki verður seint skilið til fulls.
Kveðja, -jb
Skrifa ummæli