Í gær fór fram 49. vetrarraðhlaupið. Fljótt á litið er þetta 32. raðhlaupið sem ég hleyp. Þarna hitti ég Huld og svo 3 viðhengi klúbbsins, Hössa, Jón Gnarr og Sigrúnu (nafna/frænka). Hugmyndin hafði verið að hlaupa með afmælisbarninu (þó ekki Lennon) en sá lét ekki sjá sig.
Við Hössi stilltum okkur upp á start línunni. Hössi hvarf mér en ég fann mér aðra til að elta. Færi var gott en austan rok. Bitnaði helst á undirrituðum í rafstöðvabrekkunni, en hún var erfiðari en nokkru sinni. Við Gnarrinn vorum í einhverri keppni um tíma, ég leyfði honum að halda að hann myndi hafa mig en ég átti smá endasprett þannig að ég hafði hann á sjónarmun á ca. 43:40, ca. 100 sek á eftir Hössanum. Huld kom svo stuttu síðar og svo Sigrún.
Lærdómur dagsins: 1) Æfa brekkur 2) æfa meira 3) æfa lengra.
GI
Engin ummæli:
Skrifa ummæli