Mætting : Óli, Kalli, Dagur og Jói (á eigin vegum í hlíðinni)
Fengum inni í lauginni að velviljan mótttökunnar þrátt fyrir auglýsta lokun. Fórum 6x bláa hringinn í Öskjuhlíðinni + stór aukahringur kringum Perluna samtals rúmlega 8k.
Kalt var í veðri og snjómugga. Það kom samt ekki í veg fyrir að Kalli mætti í stuttbuxum enda veit hann ekkert betra en að láta norðangarrann leika um vel vaxaða leggina á degi sem þessum. Á meðan voru aðrir komnir í vetrarbúning með húfu og vettlinga. Svalur piltur hann Kalli kaldi.
Kveðja,
Dagur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli